16.6.2008 | 18:02
Af hverju ekki í Laugardalinn?
Ég held að það myndi hressa mikið upp á húsdýragarðinn fyrst að Guttormur er allur að fá hvítabjörn á staðinn þar sem hann var.
Hugsið ykkur bara. Maður fer með krakkana að horfa á það þegar selunum er gefin loðna og svo þegar ísbirninum er gefinn selur. Þetta er snilld. Við förum ekkert að gefa einhverjum dönskum dýragarði okkar ísbjörn.
Reynt að ná birninum lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Karl Sigurðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað ég er sammála þér!
Siggi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 18:11
Og er svo ekki nóg af litlum sætum lömbum fyrir bjössa minn yfir árið, þessir kópar eru svo fáir þarna í húsdýragarðinum.
Birna (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 18:15
http://www.youtube.com/watch?v=Ob_oD1IsYbE
Mæli með að þú kíkir á þetta myndband. Þá sérðu kanski hvers eðlis þeir eru.
Og já, ísbyrnir eru algerlega óútreiknanlegir og eru líklegir til að ráðast á og drepa menn og borða þá ef þeir eru svangir. Þeir geta hlupið á yfir 60km hraða sem er tvöfallt hraðar en hraðskeiðasta manneskja á jarðríki.
Þeir drepa bráð sína með því að bíta hana í hauskúpuna og brjóta hauskúpuna með kjálkaafli einu saman.
Munurinn á því að lenda í Grizzly bear eða brúnum birni og ísbjörni er sú að þeir lemja fólk yfirleitt í klessu og fara svo. Viðureign við hvítabjörn er undantekningarlaust bannvæn.
Það var 12 ára stelpa sem kom að þessum birni. Ef hún hefði verið forvitinn og komið nær en ekki hlaupið í burtu þá er ekki ólíklegt að ísbjörninn hefði rifið hana bókstaflega í tætlur og borðað hana. Hún getur talist heppin að ísbjörnin er búinn að vera gæða sér á eggjum í augnablikinu.
Ísbirnir eru EFSTIR í fæðukeðjuni. Það er ekki eitt einasta dýr á jarðríki sem getur ráðist á og drepið ísbjörn
Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess að manneskja verði rifin í spað áður en fólk sér um hvers konar dýr er að ræða. Kíkið bara á myndbandið og þá sérðu hvað ég meina.
Núna spyr ég þig, villt þú fá svona dýr í fjölskyldu og hús-dýragarðinn? Getur þú ímyndað þér aðkomuna ef slíkt dýr slyppi út, nei það yrði ekki fallegt skal ég segja þér. Þegar svona dýr kæmi í garðinn þá þyrfti fyrsta að kaupa 5 stykki af öflugum riflum í fjölskyldu og hús-dýragarðinn ef hann tæki upp á því að sleppa út eða rífa fólk í spað.
Steinar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:20
tja, beljur geta nú líka verið erfiðar viðureignar. Einhvernveginn gengur þetta upp í Danmörku.
Kalli (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:37
http://www.youtube.com/watch?v=sx_7fhq2-q8
Myndband af ísbyrni í dýragarði. Það væri ekki gaman af svona viðburði í fjölskyldu og húsdýragarðinum er það :P ?
Steinar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 21:33
Auðvitað á ekki að hafa svona dýr í búri bara til að skemmta mannskepnunni. Ef Ísbjörn yrði laus í mannþröng þarf bara að hlaupa hraða en einhver annar. Sá síðasti verður fyrstur í himnaríki!
Það er skrítið að fólk vill láta aflífa smá hund sem einhverja hluta vegna bítur einu sinni til að taka enga áhættu, en er til að taka þá áhættu að mörg hundruð kílóa ísbjörn rífi einhvern á hol.
ha ha (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.